Gustur frá Holtsmúla 1

IS2015181106 | Rauður

Þessi geldingur er trúlega klárhestur, hann fer mest um á stóru tvítakta brokki, en sýnir okkur líka tölt.

Hann er hávaxinn þessi og gullfallegur, háfættur og hálslangur.   Hálsinn er settur á háar herðar og hann er hátt settur og hringaður.   Brokkið er  mjög skreflangt og hann er montinn á því.   Það er svifmikið sem og stökkið.   Hann er kvikk í geðslagi, sem er annars mjög þjált og skemmtilegt.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Natan Ketilsstöðum
  • Vár Vestri-Leirárgörðum
  • Logi Skarði
  • Vör Varmalæk
Gustur Holtsmúla 1