Fyrirlestrar
Sérfræðingar Úrvalshesta í hrossarækt og hestamennsku fara samkvæmt samkomulagi og flytja fyrirlestra um hvaðeina tengt hrossarækt og reiðmennsku fyrir einstaklinga og hópa, hestamannafélög, klúbba og fyrirtæki.
Ráðgjöf
Einnig förum við um allt land til að veita ráðgjöf í hrossarækt. Við mælum með því að fá okkur til að meta hryssustofninn sé hann ekki þegar dæmdur, og fara reglubundið í gegnum öll ótamin hross. Þessi vinna veitir dýrmætar upplýsingar sem hjálpa til við allar ákvarðanatökur hjá hrossaræktendum eins og t.d. hvaða stóðhest á ég að velja m.t.t. ræktunarmarkmiðsins míns, og hvað á ég að gera við unghrossin, eru þau nógu góð sem ræktunargripir, eða henta þau betur sem framtíðar reiðhross o.s.frv.