Narri frá Vestri-Leirárgörðum
IS2006135469 | Jarpur
Bygging: 8,39
Hæfileikar: 8,92
Aðaleinkunn: 8,71
1 Verðlaun
Það gustar af þessum hnarreista, jafnvíga, alhliða gæðingi enda var hann hæst dæmdi sjö vetra hestur á Íslandi árið 2013. Hann er einnig gullfallegur og aðaleinkunnin segir allt sem segja þarf um þennan frábæra hest.
Narri er jafnvígur alhliða hestur með nánast 9 fyrir allt. Hann hefur nú þegar gert það gott í íþróttakeppni, og var aðeins sex vetra gamall í A-úrslitum í fimmgangi á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Gangtegundirnar eru hreinar og fótaburðurinn mikill sem og rýmdin og krafturinn. Byggingin einkennist af því að hesturinn er mikið reistur og léttbyggður með mjög langa fætur. Þetta eykur allt á hans glæsileika, en tölurnar tala líka sínu máli. Narri er með 122 í kynbótagildisspá (blup).
Narri verður í Holtsmúla að sinna hryssum frá 15. júlí og út tímabilið.
Verð á folatolli undir Narra er kr. 150.000 með VSK
Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla. Einnig þurfa bæði hryssa og folald hennar að vera örmerkt áður en þau fara í girðinguna. Við bjóðum upp á örmerkingu ef þarf. Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.
Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Narra frá Vestri-Leirárgörðum
Myndband
Kynbótadómur
Sköpulag | |
---|---|
Höfuð | 8,5 |
Háls/herðar/bógar | 8,5 |
Bak og lend | 9,5 |
Samræmi | 9,0 |
Fótagerð | 8,0 |
Réttleiki | 7,5 |
Hófar | 8,0 |
Prúðleiki | 8,0 |
Hæfileikar | |
---|---|
Tölt | 9,0 |
Brokk | 9,0 |
Skeið | 8,5 |
Stökk | 9,0 |
Vilji og geðslag | 9,0 |
Fegurð í reið | 9,0 |
Fet | 9,0 |
Hægt tölt | 8,5 |
Hægt stökk | 8,0 |
Sköpulag | 8,39 |
---|
Hæfileikar | 8,92 |
---|
Aðaleinkunn 8,71
Ættartré
- Kolfinnur Kjarnholtum
- Vænting Ketilsstöðum
- Hersir Oddhóli
- Brúða Vestri-Leirárgörðum
- Natan Ketilsstöðum
- Vár Vestri-Leirárgörðum