Stóðhestar úr ræktun Úrvalshesta
Hér má finna stóðhesta úr ræktun Úrvalshesta sem hafa hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi, eða staðið sig vel á öðrum vettvangi. Margir þeirra voru seldir sem tryppi og náðu þessum árangri með nýjum eigendum. Þessir stóðhestar eru staðsettir í ýmsum löndum, nokkrir í Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Við erum stolt af þessum hestum úr ræktun okkar út um allan heim.