Þóra frá Holtsmúla 1
IS2015281101 | Rauðstjörnótt glófext
Falleg hryssa sem fer um á tölti og brokki. Hún er mjög fallega léttbyggð og fótahá, og hálsinn grannur og reistur upp úr háum herðum.
Hreyfingarnar eru léttar og orkumiklar. Hún velur oftast brokk en bregður mikið fyrir sig tölti. Hvort hún er alhliða eða klárhross verður bara að koma í ljós, en það er víst að töltið er nægt. Skapgerð Þóru er þannig að hún er afar vel vakandi og tekur eftir öllu. Hún er kjörkuð og fljót til, en eftirlát og auðveld.
Selt
Myndasafn
Myndband
Ættartré
- Natan Ketilsstöðum
- Vár Vestri-Leirárgörðum
- Glymur Innri-Skeljabrekkku
- Þruma Sælukoti
Þóra
Holtsmúla 1