Móna frá Holtsmúla 1
IS2019281102 | Rauðskjótt
Stór og fjallmyndarleg unghryssa með hátt kynbótamat.
Hálsinn er grannur og langur, og kverkin klipin. Hún er léttbyggð og fæturnir langir. Allt þetta gerir Mónu mjög fallega hvort sem hún stendur kyrr eða er á hreyfingu. Brokkið er skrefamikið og svifið gott, og töltið mjúkt og auðvelt fyrir hana. Móna er taumvön, og það var auðveld vinna því hún er þjál í lund og samvinnuþýð.
Selt
Myndasafn
Myndband
Ættartré
- Álfur Selfossi
- Þyrla Ragnheiðarstöðum
- Stormur Herríðarhóli
- Mánadís Margrétarhofi
Móna
Holtsmúla 1