Spádómur frá Holtsmúla 1
IS2018181113 | Móálóttur tvístjörnóttur
Stór og mjög fallegur hestur. Eðlisgengur á hreinu tölti með mikilli mýkt.
Spádómur er sérlega framfallegur og hálsinn langur, hringaður og hátt settur. Hann þynnist fallega fram í kverk og kemur fram úr háum herðum. Bolurinn er hlutfallaréttur og sívalur og fæturnir langir. Tölt er gangtegund sem hann notar mikið, en brokkið að verða fyrirferðarmeira með aldrinum, og hugsanlega er skeið til staðar, en það er erfitt að segja. Annað hvort verður þetta mikið rúmur klárhestur með miklu tölti, eða þá að skeiðið þróast. Geðslagið er frábærlega þjált og auðvelt að vinna með. Hann er vakandi og fljótur að læra.
Selt
Myndasafn
Myndband
Ættartré
- Arion Eystra-Fróðholti
- Elding Haukholtum
- Þorri Þúfu
- Vænting (Blíða) Ási 1
- Apollo Haukholtum
- Spá Staðartungu
Spádómur
Holtsmúla 1