Trymbill frá Stóra-Ási

IS2005135936 | Brúnn

Bygging: 7,90
Hæfileikar: 9,01
Aðaleinkunn: 8,57

1. Verðlaun

Trymbill er óvenjulegur fyrir mikla getu á gangi. Meðaleinkunn yfir 9.0 fyrir hæfileika sannar það, en að auki á hesturinn frábæran árangur bæði í fjórgangi og tölti auk þess að vera með heila 10 fyrir skeið!

Trymbill er sérstaklega framfallegur og mýktin í hálsinum, skrokknum öllum og hreyfingum er trúlega eitt af því sem er hvað mest aðlaðandi fyrir þennan hest.  Trymbill hefur sannað það oftar en einu sinni að hann er með allra bestu tölturum á Norðurlandi, og hefur tvisvar verið í A-úrslitum í KS-deildinni auk þess að vera í úrslitum í fjórgangi.  Þetta leika ekki margir hestar eftir sem eru líka með 10 fyrir skeið.  Það verður gaman að fylgjast með þessum hesti þegar hann fer að sýna sig í A-flokki.  Trymbill er ættstór og undan hæst dæmdu heiðursverðlaunahryssu síðasta árs.

Verð á folatolli undir Trymbil er 130.000 með VSK

Sérstakt fylgiblað þarf að fylla út með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta það út hér eða fylla það út við komuna í Holtsmúla.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Smellið hér til að prenta út fylgiblað hryssu undir Trymbil frá Stóra-Ási


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 8,5
Samræmi 8,0
Fótagerð 7,0
Réttleiki 7,5
Hófar 8,0
Prúðleiki 7,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 8,5
Skeið 10,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,5
Fegurð í reið 9,0
Fet 7,0
Hægt tölt 9,0
Hægt stökk 7,5
Sköpulag 7,90
Hæfileikar 9,01

Aðaleinkunn 8,57

Ættartré

  • Sólon Hóli
  • Þörf Hólum
  • Oddur Selfossi
  • Harpa Hofsstöðum
  • Þokki Kýrholti
  • Nóta Stóra-Ási
Trymbill Stóra-Ási