Þórálfur frá Prestsbæ
IS2009101167 | Moldóttur
Bygging: 8,63
Hæfileikar: 8,50
Aðaleinkunn: 8,56
1. verðlaun
Þórálfur er stór og gullfallegur hestur "frá toppi til táar." Með einkunnina 8,63 fyrir byggingu, er hann klárlega einn af fallegri stóðhestum sem völ er á í dag. Ekki skemmir hreinguli moldótti liturinn fyrir. Hann er jafnvígur á allar fimm gangtegundir og frábærlega ættaður.
Það eru stórstjörnur í ættartré Þórálfs hvar sem á er litið, enda er kynbótagildisspá hans með þeim hæst á meðal ungra stóðhesta, eða 129. Þórálfur er alhliða hestur með góðar grunngangtegundir og engin hætta á öðru en að við eigum eftir að sjá mikið af honum og afkvæmum hans í framtíðinni.
Verð á folatolli undir Þórálf frá Prestsbæ er kr. 152.000 með VSK.
Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla. Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.
Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Þórálf frá Prestsbæ
Myndasafn
Myndband
Kynbótadómur
Sköpulag | |
---|---|
Höfuð | 7,5 |
Háls/herðar/bógar | 8,5 |
Bak og lend | 8,0 |
Samræmi | 9,0 |
Fótagerð | 9,0 |
Réttleiki | 8,5 |
Hófar | 9,0 |
Prúðleiki | 8,5 |
Hæfileikar | |
---|---|
Tölt | 8,5 |
Brokk | 8,5 |
Skeið | 8,5 |
Stökk | 9,0 |
Vilji og geðslag | 8,5 |
Fegurð í reið | 8,5 |
Fet | 8,0 |
Hægt tölt | 8,0 |
Hægt stökk | 8,5 |
Sköpulag | 8,63 |
---|
Hæfileikar | 8,50 |
---|
Aðaleinkunn 8,56
Ættartré
- Orri Þúfu
- Álfadís Selfossi
- Óskráður
- Þrá Hólum
- Álfur Selfossi
- Þoka Hólum