Þyrí frá Holtsmúla 1

IS2015281110 | Jörp

Þyrí er mjög stór og glæsilega byggð hryssa. Hún fer mikið um bæði á brokki og tölti og hreyfingarnar einkennast af mýkt.

Fæturnir eru afar langir, bolurinn fremur léttur og mjög hlutfallagóður og sívalur.  Hálsinn er langur og reistur og herðarnar mjög góðar.  Vel ættuð hryssa undan 1v foreldrum, systir gæðingsins okkar hans Þeys frá Holtsmúla.  Þyrí kastaði sumarið 2019 rauðri hryssu undan Draupni frá Stuðlum, en er byrjuð í tamningu þegar þetta er skrifað vor 2020 og fer vel af stað.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Sær Bakkakoti
  • Hátíð Hellu
  • Þrymur Geirshlíð
  • Elding Stóru-Ásgeirsá
Þyrí Holtsmúla 1