Stássa frá Holtsmúla 1

IS2010281097 | Brún

Framúrskarandi geðgóð hryssa sem lætur mjög vel að stjórn og er mjög vel tamin. Jafnvíg á tölt og brokk. Ágætur fótaburður og hentar vel sem reiðhross og jafnvel í smærri keppni. Þessi hryssa er auk þess ung, aðeins sex vetra og á eftir að bæta mikið við sig í getu.

Stássa er ein af þessum eðalhrossum sem þurfa að vera til á hverjum bæ.   Hún yfirleitt velur að tölta en brokkar við fyrstu ábendingu og auðvitað stekkur og fetar.  Þetta er eitt uppáhaldshross heimasætunnar hennar Eddu, sem hefur aðeins verið að þjálfa hana undanfarið.  Það fer vel á með þeim eins og myndirnar sýna.  Edda er 10 ára.  

Stássu er auðvelt að nota í flest allt.  Hér er hún smalahross, reiðhross, krakkahross, útreiðarhross fyrir hvern sem er, og svo höfum við notað hana í kennslu þegar við kennum að ríða allar gangtegundir nema skeið.  Trúlega klárhryssa, en kannski best líst sem geðgóðum, vel tömdum töltara.  Mjög spök og afar auðveld í umgengni.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Stáli Kjarri
  • Auðna Kjarri
  • Roði Múla
  • Tinna Sauðárkróki
Stássa Holtsmúla 1