Hatta frá Enni

IS1994258452 | Brúnskjótt

Bygging: 7,76

Hágeng, snaggaraleg og smart klárhryssa af lítið þekktum ættum!

Höttu keyptum við af þeim Níels og Jónínu á Fremri – Fitjum í Vestur Húnavatnssýslu. Þá höfðum við þegar notað hana tvisvar til undaneldis og þar að auki tamið hana á sínum tíma. Hatta er afar hágeng og tryppin erfa það í ríkum mæli. Hún er ör í lund og snaggaraleg, er klárhryssa sem er montin með sig. Hatta er ósýnd, en við þekkjum hana það vel að við erum óhrædd við að nota hana, hún er að gefa hágeng og reist klárhross eins og hún er sjálf.

Fórst


Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 7,5
Bak og lend 8,5
Samræmi 8,0
Fótagerð 8,0
Réttleiki 8,0
Hófar 7,5
Prúðleiki 7,0
Sköpulag 7,76

Ættartré

  • Sokki Kolkuósi
  • Ljósblesa Svaðastöðum
  • Stígur Enni
  • Grána Halldórsstöðum
  • Dofri Svaðastöðum
  • Grá-grá Enni
Hatta Enni