Þrúður frá Holtsmúla 1 útskrifuð úr þjálfun og komin í folaldshryssuhópinn

11. september, 2021

Þrúður er stór og gullfalleg alhliða geng hryssa, viljug og þjál.   Hún er frábærlega ættuð undan Skýr frá Skálakoti og 1v Andvaradóttur, klárhryssu, Þulu okkar frá Hofi.  Þrúður var sýnd í sumar, og þótt stefnan hefði verið sett á 1. verðlaun þá endaði hún rétt fyrir neðan þau með 7,95.  Við hins vegar vitum hvað hún getur og þekkjum hennar frábæra geðslag og erum búin að ákveða hvar hennar framtíðarstaður er, og það er í folaldshryssuhópnum í Holtsmúla.

Þrúður er fylfull við klárhestinum glæsilega Amadeusi frá Þjóðólfshaga og kastar sumarið 2022.


Myndasafn

Þrúður frá Holtsmúla 1
Þrúður frá Holtsmúla 1