Pensill frá Hvolsvelli tekur á móti hryssum í Holtsmúla í sumar
16. maí, 2021
Við erum stolt yfir því að geta kynnt glæsihestinn Pensil til leiks sem kynbótahestinn sem við bjóðum upp á í sumar. Pensill er með allra glæsilegustu hestum, og er með aðra hæstu einkunn í kynbótamati, eða 129 meðal allra dæmdra fjögurra vetra og eldri stóðhesta á Íslandi. Pensill verður mættur um miðjan júní og eyðir sumrinu hérna í að taka á móti hryssum. Endilega hafið samband ef þið viljið halda undir þennan glæsihest.
Hér má finna allar upplýsingar um hestinn svo sem kynbótadóm, verð á tolli o.fl.