Eyvindur frá Holtsmúla I

IS2013181104
Móvindóttur skjóttur

Hér er kominn foli með framúrskarandi byggingu, stór og myndarlegur og hreyfir sig flott. Stóðhestsefni.

Hann er mjög stór og hálsinn hvelfdur, fæturnir óvenju langir og bolurinn léttur.   Hann brokkar létt og sýnir tölt að auki.  Skrefin eru mjög stór og hann virkar rúmur á gangi.  Eyvindur er mjög fallegur á litinn, móvindóttur skjóttur, og faxið prýðir, hvítt og mikið af því.  Myndirnar og videoið er tekið þegar Eyvindur var veturgamall.

Eyvindur verður í Holtsmúla allt sumarið 2016.  Tollur kostar með allri þjónustu og VSK kr. 50.000,-

Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Eyvind frá Holtsmúla I

 

Til baka