Vökull frá Efri-Brú

IS2009188691 | Brúnn

Bygging: 8,50
Hæfileikar: 8,28
Aðaleinkunn: 8,37

1. Verðlaun

Við kynnum stolt til leiks einn af efnilegri klárhestum stóðhestaflórunnar á Íslandi, Vökul frá Efri-Brú. Þessi hestur hefur náð að heilla hrossaræktendur með glæsilegri framgöngu sinni og lýsir einkunn hans fyrir fegurð í reið því mætavel, 9,5.

Vökull er óvenjustór og gullfallegur.  Hann er afar léttbyggður, mjög fótahár, og hefur flest til að bera fyrir þá sem vilja rækta hesta sem hafa allt sem þarf í sport.  Töltið og brokkið liggur jafnvel fyrir þessum hesti, og viljinn og geðslagið er framúrskarandi gott.  Þessi hestur er mjög rúmur.  

Vökull verður á vegum Úrvalshesta frá og með 15. júní og út sumarið.

Verð á folatolli undir Vökul er 154.000 með VSK.

Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla.  Einnig þurfa bæði hryssa og folald hennar að vera örmerkt áður en þau fara í girðinguna.  Við bjóðum upp á örmerkingu ef þarf.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Smellið hér til að prenta út  samning fyrir hryssu undir Vökul frá Efri-Brú

 


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 8,0
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 8,0
Samræmi 9,0
Fótagerð 8,5
Réttleiki 8,5
Hófar 8,5
Prúðleiki 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 9,0
Skeið 5,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 9,5
Fet 7,5
Hægt tölt 8,5
Hægt stökk 9,0
Sköpulag 8,50
Hæfileikar 8,28

Aðaleinkunn 8,37

Ættartré

  • Orri Þúfu
  • Askja Miðsitju
  • Kolfinnur Kjarnholtum
  • Vænting Efri-Brú
  • Arður Brautarholti
  • Kjalvör Efri-Brú
Vökull Efri-Brú