Gátt frá Holtsmúla 1

IS2012281106 | Rauð

Gátt er myndarleg og kraftmikil hryssa, veður um á tölti og brokki og ómögulegt um það að segja hvort og hversu mikið skeiðið verður. Hún sýnir mikinn myndarskap í framgöngu, vill mikið vera fyrst og svona svolítill prímadonnubragur á henni.

Okkur finnst það spennandi, og byggingin er reiðhestsleg, hálsinn langur, reistur og vel lagaður að því leiti að yfirlínan er afar mjúk og það ætti því að vera mjög auðvelt fyrir hana að vera í frábærum höfuðburði þegar þar að kemur.  Gátt er verulega efnileg ræktunarhryssa, undan 1. verðlauna hryssu og Sæ frá Bakkakoti, einum af bestu ræktunarhestum Íslands.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Orri Þúfu
  • Sæla Gerðum
  • Logi Skarði
  • Vör Varmalæk
Gátt Holtsmúla 1