Abel frá Holtsmúla 1

IS2017181118 | Brúnn

Abel er mjög stór og afar vel gerður og myndarlegur. Hreyfingarnar eru einnig miklar og geðslagið afar þjált.

Þessi stóðhestur hefur allt sem við sækjumst eftir í keppnis- og ræktunarhrossum.  Hann er myndarlegur með hátt settan háls á háum herðum, sem er langur og þunnur í kverk.  Hann er einnig fótlangur og bolurinn vel gerður, og allt gerir þetta hann mjög glæsilegan í útliti.  Hreyfingarnar einkennast helst af mikilli mýkt og skrefin eru mjög löng og vel há.  Geðslagið er kannski það allra besta við þennan glæsilega fola, en hann er afar þjáll og meðfærilegur.

Selt


Myndasafn

Myndbönd

Ættartré

  • Kiljan Steinnesi
  • Þerna Arnarhóli
  • Kraflar Miðsitju
  • Skeifa Þúfu
Abel Holtsmúla 1