Spæta frá Hólum

IS1993258310 | Jarpskjótt

Bygging: 8,27

Spæta er ein fallegasta hryssan í stóðinu okkar, alltaf áberandi með sinn 9,0 háls, frábært geðslag og mjúkar hreyfingar.

Spæta er stór og gullfalleg hryssa, sem því miður slasaðist á fæti þegar hún var á fimmta vetur. Hún var því aðeins sýnd fyrir byggingu, en hlaut glæsilega einkunn, 8,27 þar af 9,0 fyrir háls og 8,5 fyrir samræmi. Spæta var afar skemmtilegt tryppi í tamningu, framúrskarandi geðgóð og viljug, valdi brokk og tölt jöfnum höndum (hófum) og býr yfir skeiði.  Spæta gaf okkur góð hross á sinni ævi.   Undan henni var stóðhesturinn Stæll til dæmis með 8,32 í aðaleinkunn.

Fórst


Myndasafn

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,0
Háls/herðar/bógar 9,0
Bak og lend 7,5
Samræmi 8,5
Fótagerð 8,0
Réttleiki 8,5
Hófar 8,0
Prúðleiki 8,0
Sköpulag 8,27

Ættartré

  • Ási Brimnesi
  • Snerra Kýrholti
  • Hervar Sauðárkróki
  • Snælda Lækjamóti
Spæta Hólum