Dimma frá Syðri-Úlfsstöðum

IS2004284515
Brún

Bygging: 7,98

Fyrst og fremst hágeng og flott tölthryssa. Rúm og viljug.

Dimma er stór og stæðileg hryssa með tölt sem bestu gangtegund þó að þar komi brokkið næst á eftir og svo er eitthvert skeið. Hún er viljug og kjörkuð, og þegar hún virkilega tekur á því er hún verulega eftirtektarverð fyrir framgöngu sína. Þar ber mest á reisingu, höfuðburði og miklum fótaburði. Því miður urðum við að láta staðar numið við byggingadóm, en eftir hálfan reiðdóm varð að láta staðar numið vegna þess að hún hafði misstigið sig í rennandi blautri brautinni. Við vorum hins vegar búin að halda henni undir hest og því útséð með frekari sýningar í bili. Við þekkjum Dimmu hins vegar mjög vel því við tömdum hana sjálf og höfum átt frá 2ja vetra aldri. Dimma er komin til að vera í ræktunarhryssuhópnum.

Kynbótadómur 17. ágúst 2009

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,0
Bak og lend 8,0
Samræmi 8,5
Fótagerð 8,0
Réttleiki 8,0
Hófar 7,5
Prúðleiki 8,0
Sköpulag 7,98

Til baka


Ættartré
Otur
Sauðárkróki
Dama
Hólum
Galdur
Sauðárkróki
Gleði
Brimnesi
Orri
Þúfu
Þokkadís
Brimnesi
Dimma frá Syðri-Úlfsstöðum