Ásta frá Neðra-Seli

IS2004281100 | Brún

Stór og gullfalleg alhliða hryssa. Mikið viljug með mjúkt tölt og galopið skeið.

Ásta er stór og myndarleg alhliða hryssa. Hún er mikið viljug, kraftmikil og töltið framgripsmikið, mjúkt og hreint. Skeiðið er galopið og brokkið stórstígt. Ásta er langvaxin og hlutfallarétt og því myndarleg á velli. Hálsinn er einnig bogmekktur og langur, fótagerðin góð og þetta er gullfalleg hryssa. Stefnt var með Ástu í dóm sumarið 2010 og stefndi allt í að það mundi takast og því var henni haldið snemma í maí. Svo varð hún veik eins og önnur hross á Íslandi og ekkert varð úr sýningu. Við þekkjum kosti og galla Ástu og teljum hana eiga gott erindi í ræktunina. Ásta hefur gefið okkur tvö falleg folöld, en er geld þetta árið og á sölulista. Því er hægt að þjálfa hana upp og nota sem keppnishryssu í fimmgangi eða sem viljugt reiðhross fyrir þá sem gera kröfur!

Selt


Ættartré

  • Gustur Hóli
  • Fröken Ósi
Ásta Neðra-Seli