22.09.2016 | Fréttir

Söluhross dagsins í dag, fimmtudag 22. sept

Aþena frá Neðra-Seli er hross dagsins sem er ný í sölu.  Hún er orðin 10 vetra, lífsreynt reiðhross sem hefur að auki átt fjögur folöld.  Hún vill helst tölta og er afar auðveld í allri stjórnun og meðferð.  Frábært fjölskylduhross með ágætan fótaburð.  Endilega skoðið allt um hana Aþenu hér.


Til Baka