Narri frá Vestri-Leirárgörðum verður í Holtsmúla sumarið 2014

5. janúar, 2014

Narri fór í glæsilegan kynbótadóm síðasta sumar með aðaleinkunn upp á 8,71 (sjá sundurliðun fyrir neðan) og þess má geta að aðeins sex vetra gamall fór Narri í 7,37 í forkeppni í fimmgangi á Íslandsmóti og beint í A-úrslit.

Kynbótadómur á Sauðárkróki maí 2013:

Höfuð              8,0 vel borin eyru
Háls, herðar og bógar   8,5  reistur, langur, mjúkur, háar herðar
Bak og lend     9,5  vöðvafyllt bak, djúp lend, jöfn lend, öflug lend, góð baklína
Samræmi         9,0   léttbyggt, fótahátt, sívalvaxið
Fótagerð         8,0   sverir liðir, lítil sinaskil
Réttleiki           7,5
Hófar              8,0   Hvelfdur botn
Prúðleiki          8,0

Bygging:  8,39

Tölt                9,0     Rúmt, taktgott, há fótlyfta, skrefmikið
Brokk            9,0      Rúmt, taktgott, skrefmikið, há fótlyfta
Skeið             8,5     Öruggt, skrefmikið
Stökk            9,0      Ferðmikið, teygjugott, hátt, takthreint
Vilji og geðslag    9,0
Fegurð í reið  9,0     Mikið fas, mikil reising, mikill fótaburður
Fet                9,0     Taktgott, skrefmikið
Hægt tölt        8,5
Hægt stökk    8,0

Hæfileikar     8,92

Aðaleinkunn    8,71


 

 

Narri frá Vestri-Leirárgörðum verður í Holtsmúla sumarið 2014