Fyrsta folaldið fætt

4. maí, 2015

Svörður frá Holtsmúla I fæddist snemma morguns 29. apríl og var fyrsta folald ársins.  Hann er jarpur undan Stormi frá Leirulæk og Spá frá Holtsmúla I Aronsdóttur.  Þessi hestur er gullfallegur, lofthár og fer um á flottu tölti.  Svo mætti hún Eygló frá Holtsmúla, sem er á myndinni með mömmu sinni henni Elju frá Neðra-Seli Klettsdóttur, á svæðið þann 2. maí þannig að tvö folöld eru mætt og 30 eftir að fæðast í sumar.   Eygló er fallega brúnskjótt stjörnótt, einnig undan Stormi frá Leirulæk.  

Hryssurnar eru nú að komast á tal eina af annarri, og næst ætti samkvæmt dagatalinu að kasta hún Þruma gamla, en hún er einmitt móðir hans Þeys frá Holtsmúla.  Þruma er fylfull við Konsert frá Korpu og er komin 4 daga framyfir sinn áætlaða köstunardag.

Fyrsta folaldið fætt