Arður frá Brautarholti á húsmáli í Holtsmúla

6. maí, 2014

Kynbótahesturinn farsæli Arður frá Brautarholti er til afnota í Holtsmúla á húsmáli og er byrjaður að taka á móti hryssum.  Arður er frábærlega ættaður hestur undan heiðursverðlaunaforeldrum, og náði fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi sín aðeins 10 vetra gamall og efsta sæti á Landsmóti.  

Hver man ekki eftir hrossum eins og Dívu frá Álfhólum (sem er á myndinni), Auði frá Skipaskaga, Ömmustelpu frá Ásmundarstöðum, Blysfara frá Fremra-Hálsi, Blæ frá Miðsitju og svo mörgum fleirum hátt dæmdum hrossum bæði í kynbótadómi og íþróttakeppni.

Arður er gæðingafaðir sem er búinn að sanna sig, hátt dæmdur sjálfur með 126 í kynbótagildisspá (blup) og sterkar ættir á bak við sig.

Heildarverð á tolli fyrir fengna hryssu er 150.000 m/vsk

Allar nánari upplýsingar hér

 

Arður frá Brautarholti á húsmáli í Holtsmúla